10/05/2017

Bifhjólanám

Á hverju byrja ég?

Bifhjólapróf má taka við 17 ára aldur.

 • Fyrsta skrefið við upphaf bifhjólanáms er að hafa samband við ökukennara.
 • Ökukennari aðstoðar nema í frammhaldi við að velja bifhjólaskóla þar sem bóklegur hluti námsins fer fram.
 • Viðkomandi þarf svo að sækja um bifhjólaréttdi hjá sýslumanni.
 • Því næst er bóklegt próf pantað hjá Frumherja í síma 570-9070 eftir að bifhjólaskóla er lokið.
 • Viðkomandi getur hafið verklegt nám þó svo bóklegum hluta kennslunar sé ekki lokið.
 • Ökukennari sér svo um að panta verklegt bifhjólapróf þegar hann telur nemann nægilega færan til að aka af öryggi í umferðinni.

Bifhjólanám

Til þess að fá réttindi á bifhjól þarf taka 24 tíma bóklegt nám og að minsta kosti 11 tíma verklegt nám.
Þeir sem hafa B-réttindi (almenn ökuréttindi) þurfa að taka 12 tíma bóklegt nám og 11 tíma verklegt nám.

Nám hefst á bóklegu námi sem endar með prófi og taka þvínæst verklegir tímar við.

M – Létt bífhjól (Skellinaðra)

Veitir rétt til að stjórna:

 • léttu bifhjóli/skellinöðru með slagrými ekki yfir 50 sm3 og ekki hannað til hraðari aksturs en 45 km.

Aldurstakmark fyrir M réttindi er 15 ár.

A1 – Litið bífhjól

Veitir rétt til að stjórna:
litlu bifhjóli , en undir það flokkast:

 • tvíhjóla bifhjól/mótorhjól þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,1 kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 11 kW – 125 cc.
 • þríhjóla bifhjól þar sem vélarafl fer ekki yfir 15 kW.
 • AM réttindi.

Aldurstakmark er 17 ár

A2 – Litið bífhjól

Veitir rétt til að stjórna:
litlu bifhjóli , en undir það flokkast:

 • tvíhjóla bifhjól/mótorhjól þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer ekki yfir 0,2 kW/kg. Þá má vélarafl bifhjólsins ekki fara yfir 35kW. Ekki má breyta vélarafli úr meiru en tvöföldu afli.
 • AM og A1 réttindi.

Aldurstakmark er 19 ár

A – Stórt bífhjól

Veitir rétt til að stjórna:
stóru bifhjóli , en undir það flokkast:

 • tvíhjóla bifhjól þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,2 kW/kg eða vélarafl bifhjólsins fer yfir 35kW.
 • þríhjóla bifhjól þar sem vélarafl fer yfir 15kW.
 • AM, A1 og A2 réttindi.

Aldurstakmark 24 eða 21 ár ef A2 í amk 2 ár.